Google hefur þróað sjálfakandi bíla frá árinu 2010 og hefur tækni félagsins vakið mikla athygli.

Leigubílamiðlarinn Uber hefur nú tilkynnt um að félagið ætli, í samstarfi við Carnegie Mellon háskóla í Pittsburgh að þróa sambærilega bíla. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Sem svar við þessu útspili Uber hefur Google íhugað að hrinda úr vör eigin leigubílamiðlun, samkvæmt Bloomberg. Samkvæmmt heimildum Bloomberg býður Google starfsmönnum sínum nú þegar upp á þjónustuna. Google vildi þó ekki staðfesta þessi áform sín þegar BBC leitaði eftir henni.