*

mánudagur, 16. maí 2022
Erlent 23. nóvember 2021 08:38

Uber selur kannabis

Notendur Uber Eats í Ontario í Kanada munu geta pantað kannabis fyrirfram og sótt í verslanir

epa

Leigubílarisinn Uber hefur opnað fyrir pantanir á kannabisefnum fyrir notendur í Ontario í Kanada í gegnum forritið Uber Eats. 

Þannig geta notendur forritsins pantað kannabis í um 50 verslunum Tokyo Smoke í Ontario áður en þeir sækja pöntunina. Notendur munu þurfa að staðfesta aldur sinn í forritinu og sýna starfsfólki verslana skilríki.

Rúm þrjú ár eru síðan kannabis var lögleitt í Kanada. Í umfjöllun Reuters segir að engu síður sé ólögleg framleiðsla enn talsverður hluti af kannabismarkaðnum þar í landi. Kannabis markaðurinn í Kanada velti fjórum milljörðum dollara árið 2021 og búist er við að hann stækki í um 6,7 milljarða dollara samkvæmt greiningarfyrirtækinu BDS Analytics.

Kannabissala jókst á síðasta ára þar sem útgöngubönn og aðrar samkomutakmarkanir olli því að mögulegum leiðum til skemmtunar fækkaði til muna í heimsfaraldrinum samkvæmt umfjöllun Reuters.

Stikkorð: Uber Kannabis