Stjórnvöld í Úkraínu ætla að sækjast eftir inngöngu í Atlantshafsbandalagið, sagði Arsení Jatsenjúk, forsætisráðherra Úkraínu í morgun. Frumvarp þess efnis verður borið undir þing landsins. Þessu greinir RÚV frá.

Mikið mannfall hefur orðið í stríðsátökunum í Úkraínu, en samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna er talið að um 2.600 hafi látið lífið síðan þau hófust í apríl.

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur hvatt Rússa til að hætta ólöglegum hernaðaraðgerðum í Úkraínu. Hann sagðist ekki útiloka þann möguleika að Úkraína fengið aðild að NATO.