Um 82% af öllum rekstrartekjum Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) eru vegna styrkja og sjónvarpssamninga. Rúmlega 70% þeirra styrkja sem rata til sambandsins koma frá knattspyrnusambandi Evrópu (UEFA). Þetta kemur fram í rekstraráætlun KSÍ fyrirárið 2010 sem aðgengileg er á heimasíðu sambandsins.

70% styrkja frá UEFA

Alls er áætlað að tekjur KSÍ nemi rúmum 689 milljónum króna á árinu 2010. Styrkir og framlög eiga að nema 365 milljónum króna. Um 260 milljónir króna af þeim styrkjum koma frá UEFA, um 30 milljónir frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA), um 1 milljón frá Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ) og 50 milljónir króna eru bókfærðir sem „yìmsir styrkir“.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðins. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .