Þann 23. mars síðastliðinn skrifuðu lánveitendur undir samkomulag þess efnis að veita tímabundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækja vegna efnahagsáhrifa heimsfaraldursins. Í tilkynningu Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) í morgun hafa lánveitendur tekið á móti 1.664 umsóknum fyrirtækja um greiðslufresti á lánum.

1.439 fyrirtæki hafa fengið greiðslufrestun samþykkta sem eru 96,2% afgreiddra umsókna. Einungis 57 fyrirtæki fengu ekki tímabundna greiðslufresti en samkvæmt tilkynningu SFF gátu þau ekki uppfyllt skilyrði samkomulagsins. Um 90% af öllum umsóknum hafa verið afgreiddar.

Um 90% umsókna komu frá fyrirtækjum sem teljast til örfyrirtækja og lítilla fyrirtækja. Hlutfall meðalstórra fyrirtækja af umsækjendum var 6% en 5% umsókna komu frá stórum fyrirtækjum.