Samkvæmt ársreikningi Twitter Netherlands B.V. útibú voru laun og launatengd gjöld vegna eina starfsmanns félagsins, Haraldar Þorleifssonar, rúmlega 1,1 milljarður króna árið 2021. Haraldur staðfesti í samtali við Viðskiptablaðið að til þess að geta greitt skatta af sölunni á Íslandi hefði hann samið við Twitter um að stærstur hluti kaupverðsins yrði greiddur með launagreiðslum í gegnum dótturfyrirtæki Twitter á Íslandi. Gera má ráð fyrir að af 1,1 milljarðs króna greiðslu Twitter á Íslandi til Haraldar árið 2021 í formi launa og launatengdra gjalda hafi um hálfur milljarður króna runnið til íslenska ríkisins í formi tekjuskatts og annarra opinberra gjalda.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var efstur á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu Íslendingana í fyrra með 36 milljónir króna í laun á mánuði. Það má því leiða að því líkur að Haraldur muni vera ofarlega á listanum í ár með um 77 milljónir króna í „mánaðarlaun“ sé þessum hluta kaupverðsins dreift yfir árið.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði