Túnfiskeldisfyrirtækið Umami hefur lokið við kaup á mexíkóska félaginu Baja Aquafarms. Umami er þar með orðin stærsta fyrirtæki heims á sviði framleiðslu bláuggatúnfisks. Félagið er að stærstum hluta í eigu Íslendinga.

Í júlí síðastliðnum eignaðist Umami þriðjungshlut í Baja og eignast Umami félagið að fullu með kaupunum nú. Kaupverð er ekki gefið upp en heildarkostnaður við sameininguna er um 30 milljónir dala, jafnvirði um 3,5 milljarða króna. Óli Steindórsson, stjórnarformaður Umami, segir í tilkynningu að áfanginn sé mikilvægur fyrir Umami. Markaðshlutdeild félagsins verði við kaupin um 20%.