Þorsteins Ólafssonar, viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í JSC Lateko Bank í Lettlandi, telur umfjöllun Extrablaðsins danska um bankann út í hött. Þorsteinn sagði að blaðið væri að draga fram sex ára gömul mál með umfjöllun sinni í gær og þyrla upp moldviðri vegna þeirra. Hann sagði að bankinn hefði allt sitt á hreinu.

?Ég held að það sé óhætt að fullyrða að bankinn sé með allt sitt á þurru en hann er búinn að fara í gegnum ýtarlega rannsókn og skoðun. Þetta var staðfest við mig af rússneska seðlabankanum þegar ég átti fund með þeim í vor. Þá staðfestu athuganir þeirra að bankinn væri algerlega hreinn og stæði ekki í neinum óeðlilegum viðskiptum," sagði Þorsteinn þegar náðist í hann erlendis fyrir stuttri stundu. Þorsteinn sagði að nýir eigendur bankans hefðu mikið lagt upp úr því að bankinn væri rekin í samræmi við bestu viðskiptahætti og í samræmi við lög og reglur. Því hefði verið óskað eftir þessari úttekt rússneska seðlabankans og hefði aðalbankastjóri bankans setið fundinn með Þorsteini.

Þorsteinn er fyrrverandi forstjóri Norræna verkefnaútflutningssjóðsins (NOPEF) og fyrrverandi stjórnarformaður Iðnlánasjóðs. Hann sat einnig í stjórn Norræna fjárfestingabankans (NIB). Ice-Balt Invest, félag í eigu Þorsteins og Vitalijs Gavrilovs á 9% hlut í Lateko banka.