Umframeftirspurn varð eftir skuldabréfum Regins atvinnuhúsnæðis ehf í skuldabréfaútboði sem Íslandsbanki annaðist nú í haust. Félagið er dótturfélag Regins hf.  Áætlað var að selja fyrir 5-8 milljarða í útboðinu en áskriftir bárust fyrir 9,5 milljarða króna að nafnvirði. Mun úthlutun skuldabréfanna fara fram aðra vikuna í janúar.

Skuldabréf tengd fjármögnuninni verða skráð á Nasdaq OMX Iceland en Íslandsbanki verður umsjónaraðili skráningar. Lánveitandi til Regins atvinnuhúsnæðis ehf. og útgefandi eignatryggðu skuldabréfanna er REG3A fjármögnun, fagfjárfestasjóður í rekstri Öldu sjóða hf.

Í tilkynningu frá Regin til Kauphallarinnar segir að áætlaður ávinningur félagsins vegna lægri vaxtakjara sé um 50 milljónir króna á ársgrundvelli.