Söluferli á nýjum hlutum í Kaupþingi Búnaðarbanka er lokið. Á bilinu 80 - 110 milljónir hluta voru í boði á genginu 460 ? 500, háð eftirspurn. Alls skráðu fagfjárfestar sig fyrir rúmum 86 milljörðum króna og var því umframeftirspurn. Samtals voru seldir 110 milljónir hlutir til fagfjárfesta á genginu 480 krónur á hlut og er markaðsvirði þeirra 52,8 milljarðar króna. Söluverð hlutanna í útboðinu jafngildir 4,0% afslætti frá lokaverði þann 11. október síðastliðinn.

Af þeim 110 milljónum hluta sem seldur voru fóru um 55 milljónir hluta til fjárfesta sem ekki tilheyrðu hluthafahópi Kaupþings Búnaðarbanka fyrir útboðið.