© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Íslensk stjórnvöld ætla að funda með erlendum fjárfestum í byrjun júní næstkomandi um mögulega skuldabréfaútgáfu í evrum. Bankarnir Barclays, Citigroup og UBS aðstoða íslensk stjórnvöld, að því er kemur fram í frétt Reuters.

Fundirnir verða haldnir á dögunum 1. til 8. júní og munu áðurnefndir bankar leiða fundina. Ef af skuldabréfaútboði verður  er um að ræða fyrsta skuldabréfaútgáfu Ríkissjóðs Íslands á erlendum mörkuðum frá hruni.