„Skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins kemur aðeins til álita gagnvart lög­ aðilum ef fyrir liggur brot á skyld­ um ríkisins á skuldbindingum sín­ um samkvæmt EES-­samningnum eins og virðist vera í þessu máli,“ segir Tómas Hrafn Sveinsson, lögmaður hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur.

Tap íslenskra fjármálafyrir­tækja af leiðréttingu gengistryggðra lána til fyrirtækja gæti orðið grundvöllur að skaða­bótakröfum. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, gaf í þarsíðustu viku út álit þar sem fram kom að fortakslaust bann við gengistryggingu hér á landi stæðist ekki ákvæði EES­-samningsins um frjálst flæði fjármagns. Úr álitinu má lesa að þetta geti einkum átt við um gengistryggð lán sem veitt voru fyrirtækjum þar sem ESA telur að fyrirtæki eigi að hafa burði til að meta sjálf þá áhættu sem fylgir slíkum lánum.

Tómas segir skaðabótamál þegar komin til athugunar hjá stofunni. „Við erum þegar farin að skoða svona mál og eigum von á því að fá fleiri slík til okkar á næstunni,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .