Samkvæmt upplýsingum frá OECD hefur Ísland nú ásamt Kanada, Indlandi, Ísrael, Nýja-Sjálandi og Kína undirritað alþjóðlegan samning um gagnkvæma upplýsingagjöf í skattamálum. 39 lönd hafa ú í heildina undirritað samninginn.

Samningurinn geri aðildarlöndum kleift að skiptast á gögnum á gagnkvæman hátt með það að markmiði að gera skattayfirvöldum kleift að fá nánari yfirsýn yfir starfsemi alþjóðlegra fyrirtækja.

Samningurinn skyldar alþjóðleg stórfyrirtæki til að birta árlegar upplýsingar á því svæði sem viðskipti þeirra fara fram er lúta að tekjum þess og skattgreiðslu. Auk þess verður fyrirtækjum skylt að veita nánari upplýsingar um viðskipti sína.