Kim Jong Un, nýr leiðtogi Norður-Kóreu, mun deila völdum með Jang Song-thaek, mági Kim Jong-il. Hann er sagður njóta jafnframt stuðnings hersins.

Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum frá Norður-Kóreu, að hinn nýi leiðtogi sé bæði ungur og reynslulítill og því hafi þótt viðeigandi að hann fái stuðnings frá þeim sem þekki til verka. Fréttastofan segir þá sem eldri eru styðja nýja leiðtogann. Þeir sem yngri eru séu hins vegar tregari til. Heimildamaður Reuters segir það hins vegar tímaspursmál hvenær meirihluti landsmanna fylki liði á bak við hann.

Kim Jong Un er öðru hvoru megin við þrítugt og yngsti sonur Kim Jong-Il. Til samanburðar var faðir hans 52 ára þegar hann tók við völdum að föður sínum gegnum.

Jang Song-thaek er 65 ára, giftur Kim Kyong-hui, systur Kim Jong-il, og munu þau hjónin valdamikil á bak við tjöldin í Norður-Kóreu.