Eiginfjárhlutfall Askar Capital er nú undir lögbundnu 8% lágmarki og hefur félagið frest frá Fjármálaeftirlitinu til að koma eiginfjárhlutfallinu í lögbundið horf.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Askar en Þann 17. mars s.l. gekk skilanefnd Glitnis að veðum í öllu hlutafé í Moderna Finance AB, móðurfélagi Askar Capital.  Með þessu færðust yfirráð yfir Askar Capital til skilanefndar Glitnis.

„Unnið er að lausn málsins með nýjum eiganda bankans, skilanefnd Glitnis, og öðrum kröfuhöfum,“ segir í tilkynningunni.