Apple-umboðið á Íslandi hefur selt frá sér finnska hluta starfsemi sinnar og vinnur að sölu á rekstri sínum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Að sögn Bjarna Ákasonar, framkvæmdastjóra félagsins, eru tveir aðilar að skoða kaup á þeim hluta starfseminnar og sagðist hann jafnvel eiga von á því að salan gengi í gegn fyrir næstu helgi. Félagið Skakkiturninn keypti verslanir Apple á Íslandi á síðasta ári eftir að rekstrarfélagið Humac fór í þrot.

Skakkiturninn er í eigu Bjarna og Valdimars Grímssonar. Kaupin lutu að rekstri félagsins á Íslandi auk hlutabréfa í dótturfélögum Humac erlendis.

Ætlunin er að halda áfram rekstri félagsins á Íslandi um leið og haldið verður áfram endurskipulagningu þess. Humac hefur verið stærsti sölu- og dreifingaraðili Apple í Norður-Evrópu með 19 verslanir þegar best lét, allar á Norðurlöndunum.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .