Unnur Pálmarsdóttir hefur gengið til liðs við Zenter ehf. sem mannauðsráðgjafi. Zenter er að auka þjónustuna í mannauðsmálum og er Unnur þriðji mannauðsráðgjafinn sem bætist við öflugt teymi mannauðssviðs Zenter en þar eru fyrir Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Ragnhildur Vigfúsdóttir.

Unnur mun meðal annars aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að móta og innleiða stefnu í heilsumálum starfsmanna. Með góðri heilsustefnu geta fyrirtæki og stofnanir bætt ímynd sína og orðið eftirsóknarverðari vinnustaður. Ávinningur starfsmanna er meðal annars bætt heilsa, aukin vellíðan, streitustjórnun og starfsánægja.

Unnur hefur unnið við mannauðsstjórnun, fræðslumál, stefnumótun og breytingastjórnun í heilsu-og líkamsræktariðnaðinum bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur kennt og haldið erindi um allan heim og er frumkvöðull í menntun hóptímakennara og þjálfara á Íslandi.  Unnur hefur starfað sem ráðgjafi og kennari hjá Virgin Active og David Lloyd í Bretlandi í mörg ár.

Unnur hefur unnið á flestum sviðum mannauðs- og fræðslumála. Hún lauk MBA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2012,  diplómanámi í mannauðsstjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2008 og mun ljúka M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands vorið 2017.

Zenter er þekkingar- samskipta- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu á sviði markaðsrannsókna auk ráðgjafar í stjórnun markaðs-, mannauðs-, sölu- og þjónustumála.