Vinnuveitendur í Bandaríkjunum tilkynntu í ágústmánuði um miklar fækkanir starfsfólks. Til stendur að segja upp 51.114 starfsmönnum og hefur yfirvofandi uppsögnum fjölgað um 47% frá sama mánuði árið 2010. Tilkynningarnar komu í kjölfar niðurskurðar hjá ríkisstofnunum.

Samanborið við júlímánuð hafa tilkynningar um uppsagnir dregist saman um 23%. Mælingarnar eru ekki árstíðarleiðréttar og segja sérfræðingar að réttara sé að bera saman tölurnar frá ári til árs.

Bank of America, stærsti banki Bandaríkjanna, hefur tilkynnt uppsögn 3.500 starfsmanna á þessum ársfjórðungi.

Þá liggja fyrir áætlanir vinnuveitanda um ráðningar fyrir 15.201 starfsmenn. Á sama tíma í fyrra var fjöldinn 14.075 manns og í júlímánuði 10.706 manns.