Viðskiptafræðingurinn, Viðar Reynisson, lýsir því að honum hafi alltaf „dreymt um að gera eitthvað sjálfur,“ og eftir að hafa unnið að þróun hinnar alíslensku kartöfluflögu undanfarin tvö ár ákvað hann að segja bankastarfi sínu lausu og demba sér að fullu í verkefnið. Um er að ræða þykkskornar kartöfluflögur unnar úr íslenskum kartöflum og hráefni og stefnir Viðar að því að varan fari á markað í mars nk.

Ákvað að demba sér í þetta

„Hugmyndin var kartöfluflögu-framleiðsla þar sem notast er við íslenskar kartöflur og önnur íslenskt hráefni eftir fremsta megni. Ég hafði verið að fikta við uppskriftina undanfarin tvö ár en um áramótin ákvað ég síðan að kýla á þetta af fullum krafti og segja upp vinnunni í bankanum og einbeita mér alfarið að þessu. Ferlið hefur verið nokkuð krefjandi þar sem ein helsta áskorunin hefur verið að ná niður fituprósentunni.

Ástæðan er sú að íslenskar kartöflur eru ekki alveg tilvaldar í kartöfluflöguframleiðslu vegna þess hve sterkjumiklar þær eru. Það er ef til vill helsta ástæðan fyrir því að þær hafa ekki verið notaðar í kartöfluflöguframleiðslu hérna heima áður. En eftir langt þróunarferli sýndu síðustu mælingar að fituprósentan var að koma mjög vel út og var jafnvel orðin lægri en í sambærilegum flögum. Þegar því markmiði var náð var ekki aftur snúið og ég ákvað að demba mér í þetta af fullum krafti,“ segir Viðar.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð .

  • Rætt er við Lilju Björk Einarsdóttur, nýjan bankastjóra Landsbankans um ráðningu hennar og komandi verkefni.
  • Verkfall sjómanna og útgerðarinnar hefur staðið yfir í sex vikur og útlit er fyrir að það muni halda áfram.
  • Viðskiptaráð telur nýtingu fasteigna ríkisins óhagkvæma og áhættu skattgreiðenda af þeim talsverða.
  • Shanker Singham hjá Legatum Institute ræðir um áhrif útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu á samband Íslands og Bretlands.
  • Rekstraraðilar Kringlunnar og Smáralindar segja komu H&M mikilvægan þátt í að færa verslun Íslendinga aftur heim.
  • Einn af stofnendum Ankeris tekinn tali, en fyrirtækið stefnir að því að hanna markaðstorg fyrir flutningaskip sem byggir á orkunýtni skipanna.
  • Jóhanna Vigdís Arnardóttir fer úr leikhúsinu til Samtaka iðnaðarins, þar sem hún starfar sem verkefnisstjóri í menntamálum.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem skrifar um Katrínarmúrinn.
  • Óðinn tekur fyrir fasteignamarkaðinn.