Björn Þorvaldsson, saksóknari í máli Baldurs Guðlaugssonar, vill að Baldur verði dæmdur í að lágmarki 2 ára fangelsi fyrir ætlaðan glæp sinn. Hann sagði ekki koma til greina að sinni hálfu að skilorðsbinda refsinguna vegna alvarleika málsins. Björn hefur nú lokið málflutningi sínum.

Baldri er gefið að sök að hafa selt hlutabréf sín í Landsbankanum 17. og 18. september 2008 fyrir um 192 milljónir króna er hann bjó yfir innherjaupplýsingum um stöðu Landsbankans. Ákæran tekur einnig til brota í opinberu starfi.  Baldur, sem sat í samráðshópi íslenskra stjórnvalda um fjármálastöðugleika, neitar staðfastlega sök í málinu.

Saksóknari vill meina að þær upplýsingar sem samráðshópurinn hafi búið yfir væru „miklar og augljósar innherjaupplýsingar.