Rekstrartekjur Kögunar hf. jukust um 3.632 milljónir króna á síðasta ári eða 99% frá árinu 2005. Tap eftir skatta er 983 milljónir króna.  EBITDA af áframhaldandi starfsemi er 1.542 milljónir króna og liðlega tvöfaldaðist á milli ára.

Framlegð jókst um 691 milljónir króna eða 57% frá árinu 2005 og var í samræmi við áætlun ársins segir í kauphallartilkynningu félagsins. Gengistap varð vegna vaxtaskiptasamnings sem gerður var 2005 að upphæð 344 milljónir króna.  Hagnaður nýrrar samstæðu fyrir skatta er 9 milljónir króna.

Tap af aflagðri starfsemi nemur 944 milljónum króna. Tap eftir skatta er 983 milljónir króna. Í ofangreindum samanburði hefur orðið veruleg breyting á þeim fyrirtækjum sem mynda Kögunarsamstæðuna miðað við árið 2005.

EJS hf. bætist við sem dótturfélag Skýrr hf. 1. mars.

Rekstur Kögunarsamstæðunnar á árinu 2006 einkenndist af miklum breytingum í kjölfar kaupa Dagsbrúnar á meirihluta félagsins á fyrri hluta ársins og afskráningu félagsins úr Kauphöll Íslands í maí 2006. Eins og fram kom í frétt sem birt var í fréttakerfi Kauphallar Íslands þann 12. september sl. þá sameinaðist Kögun hf. Skoðun ehf. og var Kögun hf. í kjölfarið skipt í tvö félög þ.e. Kögun hf. og Hands Holding hf. Nokkur einskiptiskostnaður myndaðist við þessar aðgerðir og bera afkomutölur þess vitni segir í tilkynningunni. Rekstraráætlanir hafa hinsvegar gengið að mestu leyti eftir og eru stjórnendur Kögunar ánægðir með rekstarniðurstöðu ársins.