Þingmenn Pírata, ásamt Guðmundi Steingrímssyni úr Bjartri framtíð, hafa lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að lög um helgidagafrið falli úr gildi.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið laga um helgidgaafrið sé að vernda helgihald og tryggja frið, næði og hvíld og takmarka afþreyingu fólks á helgidögum þjóðkirkjunnar. Flutnignsmenn frumvarpsins um brottfalla laga um helgidagafrið sjá hins vegar ekki ástæðu til að takmarka frelsi fólks með lögum þannig að það varði sektum að standa að t.d. bingó, happdrætti, dansleikjum eða öðrum samkomum á helgidögum þjóðkirkjunnar.

Áfram er lagt til að umræddir helgidagar verði lögbundnir frídagar. Þó hafi íslenskt samfélag hafi tekið miklum breytingum á síðustu árum og áratug. Straumur ferðamanna hefur aukist gríðarlega og skítur það því skökku við að á sama tíma og Ísland er markaðssett sem áfangastaður um hátíðirnar skuli flestir veitingastaðir og búðir lokuð á heilögustu dögunum.

Flutningsmenn telja að lögin séu úreltur lagabókstafur og að löngu sé orðið tímabært að nútímavæða fyrirkomulagið.