Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt tillögu að aðalskipulagi Flóahrepps 2006- 2018 í fyrrum Villingaholtshreppi. Þar á meðal er fyrirhuguð Urriðafossvirkjun að því er kemur fram í héraðsfréttablaðinu Suðurglugganum.

Þar er bent á að fram kemur í fundargerð að 215 athugasemdir hafi borist við tillöguna. Voru umsagnir sveitarstjórnar um framkomnar athugasemdir einnig samþykktar á sama fundi, en margar athugasemdanna lutu að Urriðafossvirkjun.