Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöll Íslands í september nam 1.532 milljónum, eða um 70 milljónum á dag. Til samanburðar nam heildarvelta í ágúst 2.061 milljón, eða 94 milljónum á dag. Mest voru viðskipti með bréf Marels, fyrir alls 734 milljónir, í mánuðinum. Næst á eftir komu bréf í Icelandair Group fyrir 574 milljónir og bréf Össurar fyrir 119 milljónir, samkvæmt mánaðarlegu yfirliti Kauphallarinnar.

Úrvalsvísitalan OMXI6 lækkað um 4% milli mánaða og er gildi hennar 891 stig. Landsbankinn var atkvæðamestur á hlutabréfamarkaði, með 29,6% veltunnar. Velta MP banka var 28,4 og Íslandsbanka 14,2%.