*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 2. nóvember 2004 17:25

Úrvalsvísitalan lækkar 10. daginn í röð

Ritstjórn

Úrvalsvísitalan lokaði í 3215,6 stigum og lækkaði 10.daginn í röð. Lækkun dagsins nam 2,75% en lægst fór vísitalan í 3087 stig innan dagsins. Tólf mánaða hækkun vísitölunnar nemur nú rúmlega 67%. Úrvalsvísitalan lækkaði hratt við opnun markaða í dag og þegar mest var nam lækkunin frá lokagildi gærdagsins rúmum 6,6%. 10 daga meðaltalslækkun vísitölunnar hefur aldrei verið meiri en hún nemur nú tæplega 1,8%.

Lækkanirnar eru áfram almennar, þ.e. þær ná til flestra félaga innan vísitölunnar. Í dag voru það einungis Samherji og HB Grandi sem ekki lækkuðu í Kauphöllinni. Bréf Landsbankans (6,7%) og Og Vodafone (6,2%) lækkuðu mest í dag.

Byggt á Hálffimm fréttum KB banka.