Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,8% og er 4.660 stig við hádegi. Gengi krónu stendur í stað í 152,3 stigum, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Úrvalsvísitalan byrjaði daginn á að hækka lítillega en nokkrum mínútum síðar tók hún að lækka.

Veltan nemur 740 milljónum króna.

Norska vísitalan OBX hefur hækkað um 2%. Danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 0,2% og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað sömuleiðis um 0,2%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.