Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,24% frá því opnað var fyrir viðskipti kl. 10 í morgun. Í hádeginu stóð úrvalsvísitalan í 345,60 stigum.

Gengi bréfa Straums-Burðaráss hefur lækkað mest eða um 3,59%. Össur hefur lækkað um 1,1% og Bakkavör um 0,76%, svo dæmi séu nefnd.

Þá hefur Marel Food Systems lækkað lítillega, það sem af er degi, eða um 0,14%.