Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,73% í dag og endaði í 5967 stigum í 128 milljarða viðskiptum, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

Gengi bréfa Straums-Burðaráss hækkaði um 4,17% í kjölfar sölu á 21% hlut í bankans í Íslandsbanka. En mest varð hækkunin á gengi bréfa Actavis, sem hækkaði um rúmlega 5%.