Úrvalsvísitalan fór í fyrsta skipti yfir 5.200 stig í gær og endaði hún í 5.204 stigum, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

Gengi bréfa Bakkavarar hækkaði mest og nam hækkunin 2,56%. Gengi bréfa Actavis, sem hlaut Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins í dag, hækkaði um 2,45% og gengi hlutabréfa frumkvöðuls ársins, Mosaic Fashions, að mati dómnefndar Viðskiptablaðsins, hækkaði um 2,35%

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,85% og hækkaði gengi áðurnefndra félaga því meira en vísitalan sjálf.

Gengi bréfa Sláturfélags Suðurlands lækkuðu um 14,44% og SÍF um 1,44%.