Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðaherra ræsti í dag við hátíðlega athöfn nýja endurvinnslustöð í Lettlandi. Umhverfisráðherra Lettlands, Raimond Vejonis, var Ingibjörgu til halds og trausts við gangsetninguna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Nýja stöðin er að meirhluta í eigu Gámaþjónustunnar og er hin stærsta sinnar tegundar á Eystrasaltssvæðinu. Gangsetningin var eitt embættisverka Ingibjargar Sólrúnar, en hún er í opinberri heimsókn í Lettlandi.