Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra sagði að utanríkisráðuneytið hefði kortlagt aðildarviðræður að Evrópusambandinu.

Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar á blaðamannafundi fyrir skömmu en þar var hún spurð um frétt Financial Times (FT) frá því í morgun þess efnis að þegar hefðu verið gerð drög að umsókn í Evrópusambandið í utanríkisráðuneytinu.

Ingibjörg Sólrún sagði frétt FT ranga en hins vegar hefði verið unnin undirbúningsvinna í ráðuneytinu þar sem aðildarviðræður og undirbúningur þeirra hefði verið kortlagður af ráðuneytinu.