Tæpar 900 milljónir evra hafa borist til landsins í tengslum við gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands frá því að bankinn hóf sölu á krónum um mitt ár 2011. Þar af má rekja um 660 milljónir evra til fjármagns sem hingað hefur komið með fjárfestingarleiðinni.

Í útboðum Seðlabankans hafa samtals um 330 milljónir evra verið seldar í því skyni til að kaupa krónur til að nýta í fjárfestingu hérlendis en aðilar sem fara fjárfestingarleiðina þurfa auk þess að selja sömu upphæð evra hjá innlendum fjármálastofnunum til að nýta sér fjárfestingarleiðina.

Skammtímakrónueigendur sem vilja kaupa evrur í útboðunum hafa selt 112 milljarða króna til Seðlabankans, með miklum afföllum, en aflandskrónueignirnar eru í dag metnar á um 340 milljarða króna ef frá eru taldar krónueignir þrotabúanna.

Ítarlega er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .