Útflutningur á vörum frá Kína jókst um 12,7% í nóvember síðastliðnum frá sama mánuði í fyrra. Þetta er jafnframt 5,6% aukning á milli mánaða. Vöxturinn var mun meiri en búist var við en meðalspá hljóðaði upp á 7% vöxt á milli ára, samkvæmt samantekt breska ríkisútvarpsins (BBC) um málið. Mest af vörum var flutt til Bandaríkjanna og ríkja Evrópusambandsins.

BBC hefur eftir sérfræðingi hjá Royal Bank of Scotland að ef marka má tölur kínverskra yfirvalda sé ljóst að heimshagkerfið sé að taka við sér eftir heimskreppuna.

Íslendingar eru á meðal þeirra sem hafa keypt vörur frá Kína í meiri mæli en áður. Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) segja eitthvað um sölu á falsaðri merkjavöru og eftirlíkingum seldar á síðunni og vilja taka harðar á innflutningi á þeim.