Útgjöld vegna vaxtabóta verða talsvert lægri en áætlað var í ár, eða sem nemur  næstum 2 milljörðum króna, samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga sem vísað er til í Hagsjá Landsbankans í dag.

Sú áætlun sen fram kemur í fjáraukalagafrumvarpinu byggir á endurmati á  grundvelli álagningar opinberra gjalda, bæði árið  2012 og 2013. Útgreiddar bætur reyndust  vera lægri en áætlaðar fjárheimildir.

Þá hefur það  einnig áhrif til lækkunar að viðmiðunarfjárhæðir  vaxtabótakerfisins hafa haldist óbreyttar í krónum samtímis því að tekjur hafa hækkað. Þá skiptir  einnig máli að skuldastaða heimila batnaði á árinu 2012 miðað við fyrra ár.