Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 480 milljarðar  í lok febrúar og hækkaði um tæpa 5 milljarða króna milli mánaða. Erlend verðbréf lækkuðu um 5,5 milljarða króna. og seðlar og innstæður hækkuðu um 10,3 milljarða og námu 224 milljarðar króna í lok mánaðar.

Samkvæmt yfirliti Seðlabankans eru fastar nettó útgreiðslur gjaldeyriseigna næsta mánuð 140,5 milljarðar króna. Af því eru 139 milljarðar greiðslur af höfuðstól og 1,5 milljarður í vexti. Samtals eru útgreiðslur Seðlabankans vegna gjaldeyriseigna 254 milljarðar næstu tólf mánuði.