Landsbankinn úthlutaði í gær námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans. Styrkirnir voru nú veittir í 29. sinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbankanum .

Heildarupphæð námsstyrkja nam samtals sex milljónum króna. Alls bárust tæplega 500 umsóknir um námsstyrki.

Veittir voru styrkir í fimm flokkum til framhaldsskólanema, iðn- og verknema, háskólanema, til háskólanema í framhaldsnámi og listnema.

Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag í framtíðinni. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna og greinaskrifa, sjálfboðaliðastarfa, afreka í íþróttum og þátttöku í félagsstarfi, svo nokkuð sé nefnt.

Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans 2018

Styrkir til framhaldsskólanáms – 200.000 kr. hver

  • Egill Bjarni Gíslason – gönguskíðabraut í Meråker Videregåendeskole í Noregi
  • Halla Margrét Jónsdóttir – Fjölbrautaskóli Vesturlands
  • Urður Helga Gísladóttir – Menntaskólinn í Reykjavík

Styrkir til iðn- og verknáms – 400.000 kr. hver

  • Elín Pálsdóttir – klæðskeranám og kjólasaumur við Tækniskólann
  • Emil Uni Elvarsson – vélstjórnarnám við Menntaskólann á Ísafirði
  • Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir – rafvirkjun við Fjölbrautaskóla Vesturlands

Styrkir til háskólanáms – 400.000 kr. hver

  • Aðalbjörg Egilsdóttir – líffræði við Háskóla Íslands
  • Hjalti Þór Ísleifsson – stærðfræði við Háskóla Íslands
  • Ísak Valsson – stærðfræði við Háskóla Íslands

Styrkir til háskólanáms á framhaldsstigi – 500.000 kr. hver

  • Einar Bjarki Gunnarsson – doktorsnám í aðgerðagreiningu við Minnesota-háskóla
  • Kolbrún Jónsdóttir – meistaranám í iðnaðarverkfræði við Cambridge-háskóla
  • Kristín María Gunnarsdóttir – doktorsnám í heilbrigðisverkfræði við John Hopkins-háskóla

Styrkir til listnáms – 500.000 kr. hver

  • Ásta Kristín Pjetursdóttir – B.A. nám í víóluleik við Det Konglige Danske Musikkonservatorium
  • Ólafur Ingvi Ólason – meistaranám í leikstjórn við Columbia-háskóla
  • Petra Hjartardóttir – meistaranám í skúlptúrdeild Yale School of Art

Dómnefnd skipuðu: Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands (formaður dómnefndar), Jakobína H. Árnadóttir, mannauðsráðgjafi hjá Capacent, Guðrún Norðfjörð, viðskiptastjóri hjá Íslensku auglýsingastofunni, Baldur G. Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans og Halla Jónsdóttir, fræðslustjóri Landsbankans.