"Þetta er gott félag og bréfin voru á góðu verði og það er ástæðan fyrir því að við ákváðum að bæta við okkur 4,6% hlut í félaginu en við höfum ekkert ákveðið með framhaldið í þessum málum," segir Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, í viðtali við Viðskiptablaðið í dag þegar hann var spurður um kaup félagsins á Carnegie.

Friðrik sagði jafnframt að hann útiloki ekkert þegar hann er spurður um hvort Burðarás vilji ná yfirráðum yfir D.Carnegie & Co. "Það er ekkert meira um málið að segja að svo stöddu," segir Friðrik. Gengi bréfanna hefur lítið breyst frá þeim tíma sem fyrri hlutinn var keyptur, hækkað um 1,8%. Gengi Carnegie er þó 19,4% hærra en um síðustu áramót.

Markaðsverðmæti Carnegie er um 53 milljarðar króna en markaðsverðmæti Burðaráss um 69 milljarðar króna.

Nánar í Viðskiptablaðinu í dag.