Útlán bankastofnana til innlendra aðila lækkuðu um tæpa 13,7 milljarða króna í júní. Útlán til innlendra fyrirtækja í formi gengisbundinna skuldabréfa jukust þó um 146,5 milljarða króna í mánuðinum, en yfirdráttarlán innlendra aðila minnkuðu um tæpa 49 milljarða.

Útlán til erlendra aðila jukust um 392 milljarða króna í júní og hafa aukist um 266% frá því í júní 2007.

Þetta kemur fram á vef Seðlabanka Íslands.