Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu samtals tæpum 4,3 milljörðum króna í janúar. Þar af voru tæplega 800 milljónir króna vegna leiguíbúðalána á meðan almenn útlán námu um 3,5 milljörðum króna, segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs.

Í tilkynningunni segir að þann 24. janúar hélt Íbúðalánasjóður fyrsta útboð íbúðabréfa á árinu 2007. Alls bárust tilboð fyrir 10,7 milljarða og var ákveðið að taka tilboðum að nafnverði 2,9 milljarða króna í HFF44 á meðalávöxtunarkröfunni 4,31% án þóknunar.
Útlánsvextir sjóðsins héldust óbreyttir í kjölfarið.