Líklegt þykir að Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, muni útnefna Neel Kashkari sem umsjónarmann hinnar svokölluðu 700 milljarða bandaríkjadala björgunaráætlun sem bandarísk stjórnvöld hyggjast standa að. Áformað er að kaupa upp skuldir fjármálafyrirtækja.

Téður Kashari hefur starfað sem aðstoðarmaður fjármálaráðuneytisins á sviði utanríkismála. Þar áður var Kashari hátt settur hjá Goldman Sachs bankanum.

Kashari mun að öllum líkindum taka við nýju embætti stofnunnar um fjármálastöðugleika.

Á fréttasíðu Reuters segir að störf Kashari muni aðallega felast í kaupum á slæmum lánum og öðrum aðgerðum sem miði að öryggi í fjármálaheiminum.