*

mánudagur, 27. september 2021
Fólk 5. júlí 2021 10:30

Valgeir til FlyOver Iceland

Valgeir Ágúst Bjarnason er nýr sölustjóri FlyOver Iceland.

Ritstjórn
Aðsend mynd

FlyOver Iceland hefur ráðið Valgeir Ágúst Bjarnason sem sölusjóra félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Valgeir hefur reynslu úr flugbransanum en hann hefur starfað fyrir Air Iceland Connect, Iceland Express en lengst af hjá Wow Air. þar sem hann sinnti fjölmörgum hlutverkum. Ásamt því að vera í stofnendahópi WOW, starfaði hann sem forstöðumaður sölusviðs. Þá var hann svæðisstjóri í Benelux og Þýskalandi og einnig verkefnisstjóri yfir sölu WOW í Indlandi.

„Við erum afar þakklát fyrir að fá Valgeir til liðs við FlyOver, reynsla hans og metnaður mun verða mikilvægur drifkraftur á næstu mánuðum. Framundan er stórt verkefni þar sem við stígum út úr heimsfaraldri og inn í nýjan veruleika fyrir ferðaþjónustuna. Við erum afar bjartsýn á framhaldið" segir Helga María Albertsdóttir, framkvæmdastjóri FlyOver Iceland.