*

mánudagur, 17. júní 2019
Fólk 17. nóvember 2016 09:13

Valka nýr mannauðsstjóri hjá Landsneti

Valka Jónsdóttir hefur verið ráðinn í starf mannauðsstjóra hjá Landsneti, en hún kemur þangað frá Norðuráli.

Ritstjórn

Landsnet hefur ráðið Völku Jónsdóttur sálfræðing  í starf mannauðsstjóra hjá Landsneti.

Valka kemur til Landsnets frá Norðuráli þar sem hún bara m.a. ábyrgð á stefnumótun, ráðningum, innleiðingu frammistöðusamtala, framkvæmd vinnustaðagreininga og fræðslumálum. 

Áður starfaði Valka sem starfsmannastjóri hjá Nýherja, sem mannauðsstjóri hjá Inpo/Heilsuverndarstöðinni og sem leiðtogi starfmannaþjálfunnar og gæðamál hjá ISAL.

Einnig hefur hún komið að kennslu m.a. hjá Háskóla Íslands og Endurmenntun Háskóla Íslands. Valka er með BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands, diploma í rekstar- og viðskiptafræði og Cand. Psych. í vinnusálfræði frá sama skóla.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is