Þórkatla Aðalsteinsdóttir er sálfræðingur og einn eigenda sálfræðistofunnar Lífs og sálar. Sálfræðingar stofunnar starfa jöfnum höndum á sviði vinnusálfræði og klínískrar sálfræði fullorðinna. Stofan býður vinnustöðum meðal annars upp á fræðslu, vinnustaðagreiningar og úttektir auk þess að bjóða einstaklingum upp á ráð- gjöf og stuðning.

Spurð um algengustu vandamálin á vinnustöðum landsins segir Þórkatla að á mörgum stöð- um sé mikið álag á fólki. „Það er allavega okkar sýn. Við höfum svo sem ekki gert neina vísindalega úttekt á því, en við skynjum það. Það er dálítið álag. Það eru kröfur gerðar til fólks. Fólk upplifir oft að það séu of fáir að vinna verkin.“

Breytingar í efnahagsumhverfinu hafa áhrif á vinnustaði landsins og geta haft áhrif á líðan fólks í vinnu. Þórkatla segir að hrunið hafi haft sín eftirmál. „Eftir 2008 var verkefnum þjappað dálítið á fólk. Síðan kemur auðvitað uppsveifla. Ég held að uppsveiflan hafi hitt fólk fyrir svolítið þreytt,“ segir hún. Fleiri verkefni séu að hlaðast á starfsmenn sem í mörgum tilfellum voru fáir fyrir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .