Vanir sjómenn fóru í land í þenslunni til að sinna betur launuðum störfum í byggingariðnaði og víðar. Margir þeirra sækjast nú eftir því að komast í skipsrúm aftur. Fyrir nokkrum vikum var erfitt að fá menn á sjó í mörgum tilvikum en nú streyma starfsumsóknir inn, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.     „Ástandið hefur breyst á stuttum tíma. Það lýsir sér í því að síminn stoppar ekki hjá skipstjórunum. Þá hringja menn hingað eða senda inn umsóknir um pláss með tölvupósti. Hér er bæði um vana menn og óvana að ræða og menn með réttindi,“ sagði Stefán Friðriksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, í samtali við Fiskifréttir.   Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.