Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir í viðtali við Viðskiptablaðið að eigi stefna Vísinda- og tækniráðs um að útgjöld til rannsókna og þróunarstarfs að nemi 3% af vergri landsramleiðslu árið 2024 þurfi þau að vera 40 milljörðum meiri á ári.

„Tveir þriðju af framlögunum koma nú frá einkaaðilum sem er mjög áhugavert því ég held að flestir geri sér í hugarlund að þetta komi að megninu til frá hinu opinbera. Af þessu leiðir að til þess að ná markmiðinu þarf aukna hvata í takt við það sem önnur ríki hafa verið að gera með góðum árangri um nokkurt skeið. Við sjáum það líka hér á landi að árangurinn er góður og frá því að hvatar voru auknir 2016 þá hafa útgjöld til þessa málaflokks strax tekið kipp. Þess vegna höfum við barist fyrir því að þak á endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar verði afnumið til þess að við getum náð þessum markmiðum og fest fjórðu stoðina í sessi. Það er lykilatriði að þetta gerist fyrr en seinna því allir gera sín plön langt fram í tímann.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .