Christian Clausen, nýr framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækisins Nordea, varar við því að sala ríkisins á hlut þess í fyrirtækinu fari úr böndunum. Salan mun fá umfjöllun í fjölmiðlum og því er brýnt að halda að sér höndum.

Clausen sagði á morgunverðarfundi hjá Börsen: ?Sænska ríkið verður að halda rétt á spöðunum, til að mynda er mikilvægt að rétt verð fáist. Ég hugsa að þetta muni taka nokkurn tíma, en þegar allt kemur til alls er það ríkið sem ákveður hver lokaniðurstaðan verður.?

Clausen lagði áherslu á að Nordea yrði ennþá í fremstu röð á sínu sviði og að vöxtur sé forgangstriði, auk þess sem góð afkoma til hluthafa sé mikilvæg.

Nordea er í eigu fjögurra stórra banka á Norðurlöndunum auk sænska ríkisins, eins og áður sagði.