Áhættusækni lækkar og hvað bókhald varðar munu fjármálastjórar snúa sér til varnar frá sóknaráætlunum síðustu ára. Þetta kemur fram í könnun Deloitte í Bretlandi þar sem 137 fjármálastjórar hinna stærstu fyrirtækja voru spurðir álits.

Meðal annars var spurt um skoðanir stjóranna til aðildar Breta að Evrópusambandinu, en meirihluti þeirra er fylgjandi aðildinni, þótt hlutfall þeirra hafi dregist saman lítillega milli ára.

Miðað við árin á undan virðist sem áhættusækni fjármálastjóranna fari lækkandi fyrir komandi ár. Aðeins 37% aðspurðra segja nú vera góðan tíma til að taka mikla áhættu fyrir félag sitt, meðan árið 2014 var hlutfallið rúmlega 70%.

Þá eru þeir sem telja sölu og hagnað aukast á árinu talsverðu færri en þeir voru á síðasta ári. Um mitt ár í fyrra nam hlutfall þeirra 81%, en nú er hlutfall þeirra 52%.