Vonir stóðu til þess að lausn Evrópusambandsins á fjárhagsvandræðum Grikklands myndi róa fjármálamarkaði og lækka fjármögnunarkostnað aðildarríkjanna. Þær vonir dofnuðu í gær.

Álag á skuldir ítalska ríkisins hækkaði í gær úr 5,2% í 5,5%.  Álagið er þó lægra nú en þegar það fór hæst í sumar þegar það fór í 5,8%.

Þegar álagið fór hækkandi í gær hætti ítalska fjármálaráðuneytið við útboð á skuldabréfum sem átti að fara fram um miðjan ágúst. Gaf ráðuneytið þá skýringu að það hefði nægt laust fé og því væri útboðið óþarft.

Álagið á skuldir spænska ríkisins hækkaði úr 5,7% í 6,0%.  Álagið fór hæst í 6,3% í júlí.