Vaxtamunur hjá viðskiptabönkunum hefur aukist umtalsvert á undanförnum misserum og er miklum mun hærri en í bönkum í kringum okkur. Fram kom á blaðamannafundi Fjármálaeftirlitsins í dag að vaxatmunurinn reiknaður á ársgrundvelli hefði verið 3,4% á fyrri helmingi þessa árs en á sama tímabili í fyrra var hann 2,9%.

Til samanburðar má nefna að vaxtamunurinn var 0,7% hjá Danske Bank, 1,3% hjá DnB Nor í Noregi, 0,9% hjá SEB í Svíþjóð og 0,4% hjá Nordea bank Finland.

Hér má sjá samantekt um efni fundarins.

Gunnar Þ. Andersen - FME
Gunnar Þ. Andersen - FME
© BIG (VB MYND/BIG)