Í Peningamálum Seðlabanka Íslands, sem gefin voru út í dag, er fjallað um áhrif gengislánadóma, sem féllu í fyrra, á ráðstöfunartekjur íslensks almennings. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að nýlegir gengislánadómar, sem gengið hafa á þessu ári, séu að einhverju leyti teknir inn í þjóðhagsspá Seðlabankans.